Skilaverkefni 12 — Höfuðborgir um víða veröld


Finndu höfuðborg landsins og útbúðu veggspjald eða kynningu (t.d. í PowerPoint-forritinu) þar sem þú lýsir helstu einkennum hennar. Taktu skjáskot úr Google Earth til að sýna áhugaverða staði frá borginni (sjá leiðbeiningar í verkefni 11). Eftirfarandi upplýsingar er æskilegt að komi fram en þú mátt gjarnan bæta einhverju fleiru við!

  • Hvaða land valdir þú, hver er höfuðborgin og í hvaða heimsálfu er landið?
  • Hver er staðsetning borgarinnar í landinu? Er hún við sjó, árfarveg eða inni í landi? Hver er hæð hennar yfir sjávarmáli?
  • Hvernig er loftslagið? Má sjá hvernig gróðurfarið er í og við borgirnar?
  • Hvernig er byggðin í borginni? Er hún þétt eða gisin?
  • Hver eru helstu kennileiti?
  • Hver er íbúafjöldi borgarinnar?

Ráðfærðu þig við kennarann þinn á hvaða formi þú skilar verkefninu.