Markmið+
Markmið þessa verkefnis er að nemendur kynnist framandi löndum í gegn um vefinn Google Earth og geti kynnt sér borgarbrag ókunnra landa og framandi og kynnt niðurstöður sínar fyrir öðrum.
Nemendur læra hugtakið, borgarbragur og vinna í framhaldi af því verkefni um höfuðborgir landa utan Evrópu.
Vinnuskref-
Stutt vinnuskref
- Veldu þér eitt til tvö lönd á listanum til að vinna kynningu annaðhvort á veggspjaldi eða tölvukynningu.
- Leitaðu þér upplýsinga víða á netinu um höfðuborgir þeirra landa sem þú ætlar að kynna. Hver eru helstu kennileiti borgarinnar og hvar er hún staðsett?
-
Finndu borgina í Google Earth en allar höfuðborgir eru merktar með störnu í forritinu.
- Reyndu að gera eins áhugaverða kynningu á þessari borg og hægt er til að vekja áhuga samnemenda þinna á að fara og heimsækja borgina.