Markmið+
Markmið þessa verkefnis er að nemendur læri að taka skjáskot af því sem þau finna á ferð sinni um heiminn.
Þau leita uppi áhugaverða staði t.d. í löndum í Evrópu og taka myndir af þeim til að myndskreyta verkefni sem þau vinna í samráði við kennara.
Vinnuskref-
Stutt vinnuskref
- Í þessu verkefni áttu að leita upplýsinga um höfðuborg valins Evrópuríkis.
- Þú leitar upplýsinga um það hvað er áhugavert að skoða í þessari borg. Þú finnur þessi kennileiti í Google Earth og tekur af því skjáskot eða ljósmynd.
- Skjáskot tekur þú með því að finna staðinn í Google Earth og þegar þú hefur fundið góða mynd af staðnum þá ýtir þú á Print screen (PrtScn) sem er á lyklaborði tölvunnar og tekur þannig mynd til að nota í verkefni sem þú vinnur um borgina.
- Þegar þú hefur tekið myndina þarftu að líma hana strax inn í verkefnið sem þú ert að gera.