Skilaverkefni 18 — Ferðalag um Evrópu

1. Þegar þið hafið ákveðið hvert þið farið og hvað þið ætlið að skoða skuluð þið merkja ferðalagið inn með slóð (e. path) í Google Earth. Hversu löng er ferðin ykkar?

2. Skráið hjá ykkur hvernig þið ætlið að ferðast á milli staða og hvað ferðalagið kostar.

3. Bætið við staðsetningum inn í Google Earth (e. add placemark, sjá verkefni 2) hvar þið gistið og hvað gistirýmið kostar, haldið ykkur við útgjöld í lágmarki. Farfuglaheimili (e. hostel) er t.d. oft ódýr kostur.

4. Takið skjáskot af gististöðum ykkar og því sem þið ætlið að skoða í Evrópu, til dæmis skemmtigörðum, söfnum og kennileitum.

5. Á endanum verðið þið að komast aftur heim til Íslands og þá er tímabært að kynna verkefnið fyrir bekknum og segja frá ferðalaginu ykkar.

Ráðfærðu þig við kennarann þinn á hvaða formi þú skilar verkefninu.