Markmið+
Nú er markmiðið að nemendur geti notað sér alla möguleika sem forritið Google Earth býður upp á til að skipuleggja ferðalag um Evrópu upp á eigin spítur.
Ætlast er til að nemendur nýti sér vefsíður flugfélaga, farfuglaheimila, hótela og ferðaskrifstofa við skipulagningu á flugi og gistingu. Þau ferðast til þeirra staða sem þau velja í Google Earth og skoða áhugaverða staði sem þau langar til að skoða síðar. Til þess nota þau verkfæri Google Earth, t.d. þekjur og götumyndir, til eigin nota á sjálfstæðan og skapandi hátt.
Vinnuskref-
Stutt vinnuskref
- Þið vinnið verkefnið í hóp og kynnið fyrir bekknum ykkar þegar því er lokið.
- Hópurinn ákveður brottfarardag og finnur hvernig þið ætlið að ferðast til og frá Íslandi. Þið ákveðið hvar þið ætlið að gista og hvað þið ætlið að skoða. Þið hafið þrjár vikur til að ferðast vítt og breitt um Evrópu.
- Leitið upplýsinga um ferðir og gistingu á netinu. Einnig skuluð þið ákveða hvað þið ætlið að skoða á ferð ykkar.
- Þið skuluð reyna að hafa ferðina eins ódýra og hægt er, ferðast með farartækjum sem eru í boði fyrir almenning svo sem flugvélum, lestum og ferjum.