Skilaverkefni 13 — Söguslóðir síðari heimsstyrjaldar

Búðu til myndskeið sem þú sýnir fyrir bekkinn þinn um eitt af eftirfarandi efnum:

Anna Frank
Kynntu þér sögu Önnu Frank. Hvar bjó hún og hvar endaði hún ævi sína? Búðu til myndskeið sem fylgir sögu hennar. Kynntu útrýmingarbúðir nasista og hvaða fólk endaði ævi sína þar.

Árásin á Pearl Harbour
Kynntu þér árásina á Pearl Harbour. Hverjir réðust á hvern? Hvaðan kom árásin og hvar er Pearl Harbor höfnin? Búðu til myndskeið sem sýnir leið árásarhersins og hvaða afleiðingar árásin hafði á gang seinni heimsstyrjaldarinnar?

Innrásin í Normandy
Kynntu þér innrásina í Normandy. Hverjir réðust á hvern? Hvar er Normandy ströndin? Má sjá ummerki um atburðinn enn í dag? Búðu til myndskeið sem sýnir staðsetningu og ferli innrásarinnar. Segðu frá því hvaða áhrif innrásin hafði á gang stríðsins.

Ráðfærðu þig við kennarann þinn á hvaða formi þú skilar verkefninu.