Markmið+
Marmið þessa verkefnis er að kenna nemendum að taka upp myndskeið og hljóð í Google Eart forritnu til að geyma og nota aftur síðar til að sýna aftur síðar.
Það er gert með því að vinna verkefni semt tengjast söguslóðum síðari heimstyrjaldarinnar.
Nemendur ferðast til staðarins sem þau fjalla um og taka upp frásögn af þeim atburðum sem áttu sér þar stað.
Vinnuskref-
Stutt vinnuskref
-
Efst á verkfærastikunni er mynd af upptökuvél sem þú smellir á til að nota hana til að taka upp hjóð og mynd af t.d. stað eða leið sem þú velur að kynna fyrir bekknum.
- Þú virkjar upptökuvélina með því að smella á hnappinn í verkfærastikunni og þá kemur stika sem þú getur notað til að taka upp mynd og hljóð.
- Þú velur atburð, kynnir þér hann á netinu og skrifar stutta kynningu. Þú finnur sögusviðið í Google Earth og ferðast þangað. Um leið tekur þú upp frásögn þína af atburðinum og sýnir jafnvel staði sem koma við sögu.
- Til að vista leiðangurinn smellir þú á táknið til að vista og þá færist leiðangurinn þinn í möppuna þína Mínir staðir eða My places.