Skilaverkefni 15 — Samgöngur

Suez-skipaskurðurinn í Egyptalandi

Dragðu eins stutta siglingaleið og þú getur (path) milli Abu Dhabi og Rómar.

Vöruflutningar til Íslands – veldu eitt eða tvö verkefni til að leysa.

+ Ávextir
  • Hafðu samband við heildsala sem flytur inn ávexti og kannaðu hvaðan ávextirnir sem hann selur koma.
  • Frá hvaða landi kemur varan?
  • Hvaða leið er varan flutt til landsins?
  • Hversu löng er sú leið sem varan var flutt?


+ Kaffi
    • Hafðu samband við íslenskan kaffiframleiðanda. Fáðu upplýsingar um hvaðan fyrirtækið fær kaffibaunirnar sínar.
    • Frá hvaða landi kemur varan?
    • Hvaða leið er varan flutt til landsins?
    • Hversu löng er sú leið sem varan var flutt?


+ Eldsneyti
    • Hafðu samband við eldsneytisinnflytjanda og fáðu upplýsingar um hvaðan eldsneytið kemur.
    • Frá hvaða landi kemur varan?
    • Hvaða leið er varan flutt til landsins?
    • Hversu löng er sú leið sem varan var flutt?


+ Föt
    • Veldu einhverja flík úr fataskápnum þínum sem keypt var á Íslandi og kannaðu frá hvaða landi hún er komin.
    • Frá hvaða landi kemur varan?
    • Hvaða leið er varan flutt til landsins?
    • Hversu löng er sú leið sem varan var flutt?