Markmið+
Markmið verkefnisins er að nemendur nýti sér þá tækni sem þeir hafa lært í Google Eart til að leysa verkefni.
Hér er verkefnið að leita að stöðum, skoða staði og mæla vegalengdir. Það er t.d. gert með því að skoða leið vöru sem eru fluttar hingað til lands á milli landa. Hvert er vistspor vöru sem eru flutt um langan veg hingað til lands er vert að skoða.
Vinnuskref-
Stutt vinnuskref
-
Notaðu þau verkfæri sem þú hefur lært að nota í Google Earth til að leysa þessi verkefni.
- Þú getur notað þér valstikuna sem býður upp á mælingar og getur þannig strikað slóða til að mæla hversu langt vörur ferðast til okkar á Íslandi.
- Þú þarft að hafa samband við heildsala til að kanna hvaðan vörur koma til landsins.
- Einnig er gott að spyrja hvernig vörur eru fluttar hingað. Eru þær fluttar með flugi eða með skipi? Þá notar þú beinar línur eða slóða þegar þú mælir hversu langt þær eru fluttar.