Markmið+
Markmið þessa verkefnis er að nemendur geti nýtt sér þá möguleika sem Google Earth býður upp á við ritgerðarsmíð.
Hér er verkefnið að segja frá vesturferðum Íslendinga og þekkir til helstu staða þar sem þeir námu land. Þau skoða leiðir sem fólkið fór og kynna sér ferðamáta þeirra og hvert fólkið flutti. Það gera nemendur með því að taka saman heimildir úr fjölbreyttu safni gagna bæði bóka og á neti. Nemendur skoða hvaða áhrif vesturferðirnar á nútímann.
Vinnuskref-
Stutt vinnuskref
- Nú notar þú allar verkfærastikur sem þú hefur áður lært að nota við að semja ritgerð um vesturfara. Eftirfarandi heimildir gætu nýst þér við vinnuna.
- Eftirfarandi vefsíður og bækur gætu nýst sem heimildir:
- Hverjar voru meginástæður vesturferðanna?
- Hvar settust íslenskir vesturfarar aðallega að og af hverju?
- Vesturfarasetrið á Hofsósi
- Vesturfaramiðstöð Austurlands
- Vesturfararnir, sérvefur Ríkisútvarpsins
- Námsbókin Vesturfarar eftir Helga Skúla Kjartansson gæti nýst vel til heimildaöflunar.
- Kafli í Sögueyjunni 2 eftir Leif Reynisson.
- Þú skoðar staði og ferðast um á slóðum vesturfara og tekur skjáskot í printscreen og ýtir í ritgerðina þína. Þú notar líka ferðalanginn til að skoða þig um á slóðum vesturfara.