Skilaverkefni 17 — Vesturferðir Íslendinga

Skrifaðu ritgerð (1200 orð +/- 20%) um vesturferðir Íslendinga.

Notaðu skjáskot úr Google Earth (sjá leiðbeiningar við verkefni 10) til þess að skýra frásögn þína. Notaðu heimildirnar sem nefndar eru hér að ofan og mögulega aðrar sem þú finnur sjálf/ur til að afla þér upplýsinga um vesturferðir Íslendinga í kringum aldamótin 1900. Skoðaðu sérstaklega örnefni í Google Earth á svæðinu sem kallað var Nýja-Ísland; sérðu einhver áhrif Íslendinga á örnefni? Mikilvægt er að vísa í heimildir þegar skrifuð er ritgerð og hafa heimildaskrá aftast. Ritstuldur er alvarlegt brot.

Kannaðu líka þessa staði og taktu skjáskot af þeim: Leitaðu að eftirfarandi heimilisfangi í Google Earth:

  • Suite A-70 1st av, Gimli, MB R0C 1B0
  • Farðu inn í götumynd með ferðalanginum þínum (sjá leiðbeiningar við verkefni 5).
  • Horfðu í kringum þig; hvað heitir pizza staðurinn?
  • Finndu slökkvistöðina í Gimli? Hvað er á þakinu?
  • Hvað sérð þú fleira áhugavert?

Ráðfærðu þig við kennarann þinn á hvaða formi þú skilar verkefninu.