Markmið+
Í þessu verkefni er markmiðið að kenna nemendum að nota sér valstiku sem á ensku kallast layers eða upplýsingjaþekjur.
Nemendur læra að kveikja og slökkva á upplýsingaþekjum (e. layers) og nota þær við að leita sér upplýsinga.
Nemendur læra uppbyggingu upplýsingaþekja þar sem um er að ræða yfir og undirþekjur.
Vinnuskref-
Stutt vinnuskref
- Þú finnur neðst á vinstri stikunni flokk sem kallast Layers sem hér er kallað upplýsingaþekjur.
- Þú byrjar á að skoða vel stikuna og það sem er í boði að finna á Google Earth. Þarna má finna þekjur sem sýna meðal annars landamæri, byggingar í þrívídd og veður.
- Undir sumum þekjunum eru fleiri undirþekjur sem þú skalt skoða til að vita hvað er í boði.
- Mundu að vanda þig við að haka í það sem þú ert að skoða og taka hakið af ef þú ert ekki að skoða eitthvað til að fylla ekki skjáinn af þekjum. Þá verður myndin óskýr.