Markmið+
Markmið þessa verkefnis er að nemendur læri að breyta sjónarhorni korta og nota til þess bæði valstikur og músina.
Þau læra ólíkar aðfeðrir við að þysja inn og út úr kortinu og skoða landslag í þrívídd.
Farið er yfir það hvernig nemendur geta nýtt sér áttavita Google Earth til að þekkja áttir þeirra staða sem þau eru að skoða.
Vinnuskref-
Stutt vinnuskref
- Til að skoða staði í þrívídd notar þú stjórntækið kringlótta efst til hægri. Þar getur þú snúið takkanum og breytt sjónarhorninu.
- Einnig getur þú notað músina til að breyta um sjónarhorn. Ef músin er með þrjá takka þá heldur þú niðri hnappnum í miðjunni og þysjar inn og út til að breytist sjónarhorn í þrívídd.
- Þú sérð í hvaða átt þú ert að horfa með því að skoða þennan hnapp sem sýnir alltaf í hvaða átt norður vísar.
- Þú sérð í hvaða hæð yfir sjávarmáli þú ert að horfa neðst á skjánum.