Markmið

Að kanna tengslin milli þeirra mörgu mismunandi þátta sem stuðla að fátækt. Nemendur eru hvattir til að íhuga leiðir til þess að rjúfa vítahring fátæktar.

Efni og gögn

Fyrir hvern fjögurra manna hóp þarf stórt pappírsblað, lím, penna og sett af útklipptum Rjúfum vítahring fátæktar-miðum.

Aðferð

1. skref

Nemendur mynda saman fjögurra manna hópa. Saman lesa þeir sett af Rjúfum vítahring fátæktar miðum. Því næst raða þeir miðunum í hring á pappaspjald. Miðinn sem á stendur „Fátækt“ ætti að vera efst í hringnum og ættu hinir miðarnir að fylgja þar á eftir í hring réttsælis. Skipan hringsins ætti að sýna hvernig aðstæðurnar leiða hver af annarri.

Þegar hópurinn hefur komið sér saman um niðurröðunina líma nemendur miðana á pappaspjald og teikna örvar frá hverjum miða til þess næsta.

2. skref

Hóparnir ræða nú til hvaða aðgerða þyrfti að grípa til þess að rjúfa vítahring fátæktar. Mögulegar aðgerðir gætu falið í sér að: búa til áætlun þar sem nemendum sem búa við fátækt er útvegað fæði, að veita heilsugæsluþjónustu fyrir fátæka, að veita meira fjármagn til menntunar á tekjulágum svæðum, að setja upp fullorðinsfræðslu og vinnuþjálfun.

3. skref

Þegar nemendur hafa ákveðið leið til þess að grípa inn í aðstæðurnar, ættu þeir að skrifa stutta greinargerð um aðgerðir. Greinargerðina er síðan hægt að líma til hliðar við tilheyrandi skref í Vítahring fátæktar. Því næst ákveða nemendurnir næstu skref í aðgerðinni og skrifa um þau og sýna fram á hvernig þessi aðgerð mun hafa áhrif á fátæktarvítahringinn.

4. skref

Þegar allir hóparnir hafa lokið sínu verkefni ganga nemendur um skólastofuna og skoða verkin hjá hinum. Bekkurinn ræðir því næst saman eftirtaldar spurningar: Kennarinn ætti að tryggja að nemendur skilji að vítahringur fátæktar fyrirfinnist ekki einungis í þróunarlöndunum, heldur einnig í öðrum löndum.

Tilbrigði

Nemendur leika eða skrifa sögur um skref vítahringsins og hvernig unnt er að rjúfa hann.

Verkefninu fylgt eftir

Nemendur safna blaðagreinum sem sýna dæmi um hvernig vítahringur fátæktar hefur verið rofinn í löndum heimsins.

Tengsl við námskrá

Verkefni þetta útheimtir að nemendur læri samvinnu, skipulagningu og að sjá fyrir afleiðingar. Verkefnið væri hentugt í samfélagsfræðitíma.

Miðar

Rjúfum vítahring fátæktar – miðar til notkunar við hópvinnu.
;
Kafli 1 / Verkefni 1
Tengsl okkar við umheiminn
PrentaPRENTA