Markmið

Að hjálpa nemendum að hugsa um óréttlæti sem gæti komið upp í skólanum og finna breytingar sem gætu leitt til frekari jöfnunar.

Efni og gögn

Blöð, blýantar og eintök af Finnið upp reglu …-miðunum (sjá neðar) fyrir hvern hóp.

Aðferð

1. skref

Nemendur mynda hópa fjórir og fjórir saman. Þeim er sagt að þeir eigi að búa til reglur fyrir hinn fullkomna skóla þar sem komið er fram við alla á jafnan og sanngjarnan hátt.

Hver hópur fær einn miða af Finnið upp reglu …-listanum og er beðinn að búa til reglur sem muni tryggja að fullyrðingin á miðanum standist.

Nemendur ættu að vera hvattir til skapandi hugsunar og að takmarka sig ekki á þessu stigi við hugmyndir sem þeim finnast raunsæjar. Brýna má fyrir nemendum að hugsa ekki aðeins um reglur og hætti sem banna ákveðnar tegundir hegðunar heldur hugsa líka um reglur sem stuðla að ákveðinni hegðun.

2. skref

Þegar nýju reglurnar eru tilbúnar eru þær lesnar upp fyrir bekkinn. Hægt er að bæta við athugasemdum frá öðrum nemendum á þessu stigi.

3. skref

Bekkurinn flokkar nú reglurnar á eftirtalinn hátt:

4. skref

Nemendur halda áfram að vinna í hópunum og velja nú eina af reglunum sem myndi þurfa samvinnu annarra til þess að verða virk regla. Saman vinna nemendur að áætlun um hvernig unnt væri að láta aðra vita af þörfinni fyrir þessa reglu og hvetja aðra til þátttöku. Áætlanirnar gætu falið í sér bréfaskriftir, kynningar á skólafundum, greinar í skólablaðið eða dagblað, eða fundi með lykilpersónum eða -hópum. Kennarinn ætti að vera undirbúinn undir að gera nemendum kleift að láta verða af þessum áætlunum.

Þegar fólk leggur annað fólk í einelti úti á skólalóðinni ætti það að þurfa að gera eitthvað til að hjálpa öðru fólki í skólanum. Það gæti hjálpað yngri krökkum í náminu þeirra eða gæti hreinsað til og þrifið.
Reglur fyrir réttlæti

Tilbrigði

1. Nemendur skoða núgildandi skólareglur og ræða hvernig þær stuðla að sanngirni og jafnrétti. Eru einhverjar reglur til staðar sem skapa óréttlæti og misrétti?

2. Þegar nemendur hafa búið til lista með fyrirmyndarreglum gera þeir lista sem segir hvaða ábyrgð og skyldur tengjast hverri reglu.

Að fylgja eftir

Kennarinn les samantekt af greinum Barnasáttmálans fyrir bekkinn. Hvaða reglur á listum nemendanna voru líkar greinum Barnasáttmálans?

Tengsl við námskrá

Verkefnið útheimtir umræður, samningagerð, greiningu, skipulagshæfni og að sjá fyrir afleiðingar. Það mætti nota í samfélagsfræðitíma sem leið til þess að kynna virkni laga eða til að kynna Barnasáttmálann.

Finna upp reglu

Miðar til að klippa út.
;
Kafli 5 / Verkefni 2
Réttlætiskennd og sanngirni
PrentaPRENTA