Markmið
Að kynna fyrir nemendum uppbyggilega og skipulega leið til þess að vinna úr persónulegum ágreiningi.
Efni og gögn
Eintök af blaðinu Sex þrepa leið til að leysa vandamál (sjá neðar).
Aðferð
1. skref
Tveir sjálfboðaliðar eru valdir til þess að taka þátt í hlutverkaleik um ágreining, annaðhvort af listanum hér fyrir neðan eða leik sem nemendurnir finna sjálfir upp á.
Dæmi um hlutverkaleiki
- Nemandi er að reyna að læra heima en systur hans langar að hlusta á útvarpið og hafa það hátt stillt.
- Nemandi gerir grín að nemanda frá öðru landi með því að tala með ýktum hreim.
- Nemandi leyfði bestu vinkonu sinni að fá lánaða uppáhaldsbókina sína en vinkonan skilaði henni óhreinni og rifinni.
- Nemanda langar til þess að vinna sjálfboðavinnu fyrir samtök sem hjálpa fátækum, en foreldrarnir vilja ekki leyfa það.
|
Sjálfboðaliðarnir tveir leika hlutverkaleikinn í 1 - 2 mínútur án þess að finna lausn á vandamálinu.
2. skref
Kennarinn kynnir nú Sex þrepa leiðina til að leysa vandamál og dreifir blaðinu.
3. skref
Þegar nemendurnir skilja ferlið er hlutverkaleikurinn endurtekinn, nú með þriðja nemandanum sem hjálpar hinum tveimur að leysa vandamálið.
4. skref
Nemendurnir mynda nú fjögurra manna hópa og æfa Sex þrepa leiðina með öðrum hlutverkaleik en áður. Tveir í hverjum hóp túlka ágreininginn meðan hinir tveir reyna að aðstoða þá við að vinna sig í gegnum ferlið.
5. skref
Að lokum tekur bekkurinn eftirfarandi spurningar til umræðu:
- Hvaða ágreininga lékuð þið í hlutverkaleiknum og hvaða lausnir funduð þið á vandamálunum?
- Hjálpaði Sex-þrepa leiðin ykkur í því að finna lausn? Af hverju, eða af hverju ekki?
Tilbrigði
Nemendur nota ferlið til vandamálalausnar í hlutverkaleiki sem þau búa sjálf til upp úr fréttum eða sögum úr bókum. Hægt er að miða leikina betur að aldursflokki nemendanna.
Verkefninu fylgt eftir
Þegar nemendurnir eru orðnir vanari hlutverkjaleikjaforminu er hægt að nota ferlið þegar raunverulegur ágreiningur kemur upp í skólastofunni.
Tengsl við námskrá
Verkefnið þróar færni í ákvarðanatöku og að sjá fyrir afleiðingar gerða sinna. Það má nýta við að greina bókmenntir ásamt því að nota sem æfingu í lífsleikni.
Sex þrepa leið
Leiðbeiningar um sex þrepa leið til að leysa vandamál.