Þrátt fyrir að miklar umræður hafi átt sér stað um stöðu kynjanna eru stúlkur í flestum ríkjum heims ekki metnar til jafns á við drengi. Misréttið er orðið svo rótgróið í menningu þjóða að erfitt getur reynst að breyta þankagangi meðal þeirra. Af þeim 100 milljónum barna sem flosnað hafa upp úr skóla, eða ekki hafið nám, eru stúlkur í meirihluta. Þær fá lakari heilsugæslu og verða oftar fyrir misnotkun en drengir. Útskúfun á sér stað þegar einstaklingum er mismunað vegna kyns. Þessi útskúfun merkir glötuð tækifæri, vonleysi og jafnvel dauðsföll. Kynjamismunur heldur áfram þegar stúlkur verða fullorðnar. Þrátt fyrir að konur og karlar vinni sömu vinnu er óútskýranlegur munur á launum þeirra. Í hversu mörgum löndum bjóðast stúlkum og drengjum jöfn tækifæri? Hvers vegna er heimilisofbeldi jafn algengt og raun ber vitni, en á sama tíma svo falið? Vert er að hafa þessar spurningar í huga þegar verkefni kaflans eru unnin.

Til þess að stúlkur og konur öðlist jafnrétti og njóti sömu tækifæra til lífs þurfa þær ekki að hegða sér eins og drengir og karlar. Konur og stúlkur þarfnast viðurkenningar og að vera metnar af eigin verðleikum. Afrakstur fyrsta þings innan Sameinuðu þjóðanna sem var sértaklega tileinkað börnum var skjal er bar nafnið „Heimur fyrir börn“ (e. World fit for Children). Í þessu skjali kemur fram að konur og börn eigi að hafa möguleika á að: Þrátt fyrir að athyglin beinist hér fremur að stúlkum og konum eru þær áskoranir sem mæta strákum nú í dag einnig erfiðar og ætti að taka til umfjöllunar. Ekki er úr vegi að skoða hvaða staðalímyndir hafa verið búnar til af konum og körlum í fjölmiðlum. Konum og körlum eru ekki alltaf greidd sömu laun fyrir sömu vinnu, í ljósi þess má skoða hvers vegna störf kvenna eru ekki metin til jafns á við störf karla.

Æfingarnar koma ekki fram með lausnir, þ.e. hvernig hægt væri að minnka mismunun vegna kynferðis, heldur eiga þær fremur að hvetja unga nemendur til að skoða málefnið og velta fyrir sér hvað þeir vildu gera til að bæta ástandið.

;
Kafli 2
Kynin
PrentaPRENTA