Markmið

Að sýna nemendum að breytingar geta orðið til með hjálp vandlega skipulagðra skrefa. Einnig eru nemendum kynntar sögur af málefnum í þróunarlöndum þar sem innfæddir hafa knúið fram farsælar breytingar.

Efni og gögn

Eintak af blöðunum Skref í átt að breytingum (sjá neðar) fyrir hvern þriggja til fjögurra manna hóp. Blöðin ætti að klippa niður í átta hluta og setja í umslag. Blöð og límstifti er einnig nauðsynlegt. (Kennari ætti að halda eftir eintaki af hverju Skref í átt að breytingum til stuðnings, þar sem blaðið sýnir rétta röð atburðanna).

Aðferð

1. skref

Nemendur mynda þriggja til fjögurra manna hópa. Hver hópur fær umslag sem inniheldur átta hluta af einu blaði Skref í átt að breytingum.

Nemendunum er sagt að umslögin innihaldi blöð sem segi sögu af vandamáli í þróunarlandi og skrefum sem íbúarnir tóku til þess að bæta ástandið. Miði númer eitt dregur upp mynd af staðsetningu og eðli vandans. Miði númer átta útskýrir hvernig staðan varð eftir að breytingin átti sér stað.

2. skref

Nemendur lesa hina miðana og finna rökrétta röð sögubútanna. Þegar þessu er lokið og hver meðlimur hópsins hefur samþykkt söguna geta nemendur límt bútana á pappaspjald.

3. skref

Þegar allir hafa lokið verkinu geta þeir hópar sem höfðu sömu sögu borið sig saman um niðurstöðuna. Sögurnar eru síðan lesnar upphátt fyrir bekkinn.

4. skref

Bekkurinn ræðir því næst eftirfarandi spurningar:

Tilbrigði

Nemendur líta aðeins á fyrsta og síðasta sögubútinn og hugsa um mögulegar leiðir sem kynnu að hafa orðið til þess að breytingarnar áttu sér stað. Nemendurnir búa til sögu í kringum breytingarnar og bera niðurstöður sínar saman við upprunalegu söguna.

Verkefninu fylgt eftir

1. Nemendur skrifa til UNICEF til þess að komast að frekari upplýsingum um verkefnin sem lýst var í sögunum. 2. Nemendur rannsaka breytingar í samfélaginu sem hafa haft jákvæðar afleiðingar. Hægt er að spinna sögur í kringum breytingarnar og búa þannig til aðra æfingu, fyrir aðra nemendur í bekknum eða aðra bekki í skólanum.

Tengsl við námskrá

Verkefni þetta útheimtir færni í gagnrýninni hugsun, röðun, flokkun og virkjar ímyndunaraflið. Það er hægt að nota í samfélagsfræðitímum eða landafræði þegar lært er um þróunarlönd. Einnig er hægt að nota verkefnið í íslenskutímum til að hjálpa nemendum að skilja þá rökréttu atburðarás sem er uppistaða ritaðra verka.

Skref til breytinga

Miðar sem nota á með verkefninu.
;
Kafli 7 / Verkefni 2
Framtíðin; breytingar og tækifæri
PrentaPRENTA