Markmið
Að kynna fyrir nemendum mismunandi skoðanir sem ríkja um réttindi barna. Einnig verður reynt að fá nemendur til þess að finna leiðir til þess að leysa ágreining um réttindamál.
Efni og gögn
Eintök af Sjónarmið á barnaþrælkun.
Aðferð
1. skref
Nemendur mynda fjögurra manna hópa. Hverjum meðlim þeirra er gefið mismunandi hlutverk, annaðhvort A, B, C eða D. Nemendur lesa yfir hlutverk sín í hljóði, án þess að sýna öðrum meðlimum hópsins hvað stendur á hlutverkamiða þeirra.
2. skref
Nemendurnir sem fengu hlutverk A og B mynda teymi sem og nemendurnir sem eru með hlutverk C og D. Hver nemandi fær nú tvær til þrjár mínútur til þess að kynna afstöðu sína til barnaþrælkunar fyrir félaga sínum.
3. skref
Kennarinn biður teymin að skipta um hlutverk og að kynna aftur skoðanir sínar hvert fyrir öðru. A hefur nú þrjár til fimm mínútur til þess að kynna hlutverk B og öfugt. (Sama gildir um C og D.)
4. skref
Þegar þessum skiptum er lokið fá nemendur, A og B saman og C og D saman, nokkrar mínútur til þess að reyna að finna sameiginlega afstöðu til vinnu barna.
5. skref
Nú koma upprunalegu fjögurra manna hóparnir saman aftur. A og B kynna afstöðuna sem þeir komust að sameiginlega fyrir C og D og síðan halda C og D hliðstæða kynningu fyrir A og B.
6. skref
Hver fjögurra manna hópur ætti síðan að reyna að finna eina sameiginlega afstöðu til málefnisins sem allir meðlimir hópsins geta verið sammála um.
7. skref
Hóparnir velja nú talsmann til þess að kynna niðurstöðu hópsins fyrir bekknum. Eftir að hver talsmaður hefur kynnt sín mál ræðir bekkurinn eftirfarandi spurningar:
- Komst hópurinn þinn að sameiginlegri niðurstöðu? Fannst ykkur auðvelt eða erfitt að finna afstöðu sem allir samþykktu?
- Hvort hélduð þið að Chris væri strákur eða stelpa? Haldið þið að það hafi haft einhver áhrif á afstöðu ykkar hvors kyns þið tölduð Chris vera?
- Hvaða áhrif höfðu hlutverkaskiptin á skoðanir ykkar um málið?
- Er alltaf mögulegt að miðla málum svo að allir aðilar verði ánægðir?
Verkefninu fylgt eftir
Nemendur kynna sér hvaða reglugerðir gilda um vinnu barna á Íslandi. Hver er ábyrgur fyrir því að tryggja að farið sé eftir þessum reglugerðum? Eru til börn eða ungt fólk hér á landi sem eru að vinna og brjóta í bága við þessar reglugerðir?
Sjónarmið um barnaþrælkun
Texti sem ætlað er að kynna fyrir nemendum mismunandi skoðanir sem ríkja um
réttindi barna.