Markmið

Að nemendur kynni sér bæði hvað mismunandi trúarbrögð eiga sameiginlegt og hvað er ólíkt með þeim.

Efni og gögn

Blöð og blýantar, listi yfir megintrúarbrögð heimsins raðað eftir fjölda trúariðkenda (sjá neðar), upplýsingablað um trúarbrögð í heiminum (sjá neðar) og alfræðiorðabækur til að fletta upp mismunandi trúarbrögðum.

Einnig má benda á bókina Leið þín um lífið (Breuer, L. o.fl. Ísl. þýð. Stefán Jónsson. Námsgagnastofnun. 2002), þar sem fjallað er um helstu trúarbrögð heims.

Aðferð

1. skref

Verkefnið er kynnt fyrir nemendum. Nemendur eru spurðir hvort þeir haldi að þeir viti mikið eða lítið um trúarbrögð. Hversu mörg trúfélög vita nemendur um, allt frá megintrúarbrögðum til minni hópa og söfnuða?

2. skref

Nemendur eru beðnir að íhuga hugtakið „trúarbrögð" og búa til lista með eins mörgum mismunandi trúarbrögðum og þeir geta.

3. skref

Nemendur eru spurðir eftir fimm mínútur hvaða trúarbrögð þeir hafa sett á listann. Kennari skráir svörin á töfluna. Kennari lítur nú á blaðið sem er titlað „Megintrúarbrögð“ í heiminum, raðað eftir fjölda iðkenda". Hversu mörg af þeim trúarbrögðum tilgreindu nemendurnir? Hvaða trúarbrögð hafa þeir aldrei heyrt um?

4. skref

Bekkurinn er spurður hvaða trúarbrögð þeim finnst vera þekktust af listanum.

5. skref

Nemendum er skipt í hópa og þeim úthlutað trúarbrögðum til þess að fást við. Upplýsingablaðinu um trúarbrögð í heiminum er dreift til nemenda og það útskýrt, nemendur eiga að vinna saman við að fylla út blaðið. Nemendur ættu að fá fimmtán mínútur í þennan hluta verkefnisins.

6. skref

Nemendur eru spurðir hvort þeim hafi fundist verkefnið auðveldara eða erfiðara en þeir héldu í upphafi.

7. skref

Kennarinn fer síðan yfir svörin. Bekkurinn getur nú rætt um hver sé aðalmunurinn milli trúarbragða í heiminum og hvað þau eiga sameiginlegt. Kom eitthvað af þessum atriðum þeim á óvart?

8. skref

Kennarinn kemur af stað umræðum innan bekkjarins um trú og hvað það er að iðka trú? Nemendur eru einnig spurðir hvað þeim finnst um fólk í samfélaginu sem aðhyllist önnur trúarbrögð en þeir sjálfir. Hvað kunna þeir að meta við þeirra trú eða þeirra hegðun?

Verkefninu fylgt eftir

Nemendur vinna saman í hóp og rannsaka nánar ein trúarbrögð ofan í kjölinn. Hóparnir gætu síðan kynnt niðurstöður sínar fyrir bekknum, með því að útbúa veggspjald eða halda kynningu.

Spurningalisti og upplýsingablað

Hér er að finna eyðublað sem nemendur fylla út og upplýsingablað um helstu
trúarbrögð heimsins.
;
Kafli 3 / Verkefni 2
Trú og uppruni
PrentaPRENTA