Markmið

Að sýna fram á tengsl eigin samfélags við umheiminn.

Efni og gögn

Kort af heiminum, teiknibólur, garn.

Aðferð

1. skref

Nemendur halda dagbók um allan mat sem þeir borða heima við og skrifa hjá sér frá hvaða landi hver matvara kemur. Skýrið að flest pökkuð matvæli taka fram framleiðslulandið á miðanum og oft þurfi að lesa vel á merkimiðann.

2. skref

Nemendur finna á korti þann stað eða land sem vörurnar koma frá, merkja staðinn með teiknibólu og draga línu frá framleiðslulandinu til Íslands.

3. skref

Matvara Bekkurinn ræðir nú saman um eftirtalin málefni:

Tilbrigði

Verkefnið getur einnig verið sett upp á þann hátt að nemendur kynna sér og merkja á kort:

Verkefninu fylgt eftir

Tengsl við námskrá

Verkefni þetta felur í sér lesskilning og kortalestur og væri því hentugt fyrir sögu- eða landafræðitíma. Í stærðfræði væri hægt að útbúa gröf til þess að sýna mismunandi magn innflutnings frá hinum ýmsu heimshlutum.


;
Kafli 1 / Verkefni 2
Tengsl okkar við umheiminn
PrentaPRENTA