Markmið

Að fá nemendur til að rýna í umfjöllun fjölmiðla um átök og ágreining, sérstaklega þau mál sem hafa verið leyst með hjálp ofbeldis, og að hvetja nemendur til að draga í efa þær staðalímyndir sem fjölmiðlar sýna.

Efni og gögn

Eintök af Ágreiningur í fjölmiðlum - vinnublað (sjá neðar).

Aðferð

1. skref

Hver nemandi fær eintak af Ágreiningur í fjölmiðlum - vinnublað. Nemendur velja sér sjónvarpsþátt sem fjallar um einhvers konar ágreining til að horfa á heima og svara síðan spurningunum á vinnublaðinu. (Senda mætti skýringarbréf til foreldra nemendanna áður en verkefnið hefst).

2. skref

Fjölmiðlar Þegar nemendur hafa klárað vinnublaðið ræðir bekkurinn þau mynstur sem nemendur hafa komist að. Útkoma könnunarinnar gæti verið skýrari ef hún væri sett upp í graf. Eftirtaldar spurningar má nota í umræðu: .

Tilbrigði

Best væri að bera saman tvenns konar gerðir fjölmiðla og umfjöllun þeirra um ágreining, til dæmis dagblöð og sjónvarp.

Verkefninu fylgt eftir

Nemendur gætu skrifað bréf til sjónvarpsstöðva eða ritstjóra dagblaðanna til að tjá skoðanir sínar á ofbeldi í fjölmiðlum.

Tengsl við námskrá

Verkefnið þróar athyglisgáfu, gagnrýna hugsun, hvetur nemendur til að tjá sig og kynna og útskýra mál sitt. Verkefnið má nota í íslenskukennslu eða fjölmiðlafræði. Einnig mætti fella það inn í stærðfræðikennslu, t.d. geta nemendur greint niðurstöðurnar með því að setja þær upp í línurit.

Ágreiningur í fjölmiðlum

Vinnublað til notkunar við verkefnið.
;
Kafli 6 / Verkefni 3
Ágreiningur og lausnir
PrentaPRENTA