Markmið

Að hvetja nemendur til að hugleiða hvort ofbeldi sé nokkurn tíma réttlætanlegt. Verkefnið þróar einnig færni í að hlusta á skoðanir annarra.

Efni og gögn

Blað og blýantur fyrir hvern nemanda.

Aðferð

1. skref

Hver nemandi tekur fram blað og blýant. Eftirfarandi fullyrðing er lesin upphátt fyrir bekkinn:

Notkun ofbeldis er réttlætanleg til þess að koma á friði.

Nemendur er beðnir að hugsa um þessa fullyrðingu í um það bil eina mínútu. Fimm möguleg viðbrögð við fullyrðingunni eru skrifaðar á töfluna: Nemendur velja þá afstöðu sem á best við viðbrögð þeirra við fullyrðingunni og skrifa hana á blað. Nemendur ættu að gera sér fyllilega grein fyrir því að þeir geta breytt afstöðu sinni hvenær sem er meðan á verkefninu stendur.

2. skref

Hver nemandi finnur félaga sem hefur skrifað sömu afstöðu á sitt blað og ræðir við hann/hana um viðbrögð þeirra við fullyrðingunni. Gefið nemendum tvær til þrjár mínútur til þess að tala saman.

3. skref

Þegar kennarinn tilkynnir að mínúturnar þrjár séu liðnar finna nemendur félaga sem hefur afstöðu sem er einu stigi frá þeirra afstöðu (til dæmis nemandi sem skrifað hefur að hann sé sammála talar við nemanda sem er hlutlaus). Nemendurnir tveir ræða síðan saman um viðbrögð sín við fullyrðingunni í tvær til þrjár mínútur.

4. skref

Nemendurnir finna nú félaga sem hefur afstöðu sem er tveimur eða þremur stigum frá þeirra afstöðu og ræða við hann/hana í tvær til þrjár mínútur.

5. skref

Nemendur ræða nú aftur við þann sem þeir ræddu við fyrst í 2. skrefi og athuga hvort hann/hún hafi breytt um afstöðu.

6. skref

Bekkurinn kemur nú saman og ræðir bæði fullyrðinguna og verkefnisferlið:

Tilbrigði

Verkefnið má endurtaka með öðrum umdeildum fullyrðingum um frið og ágreining eins og til dæmis:

Heimurinn væri betri staður ef öllum ágreiningi væri eytt.
Það er í eðli mannsins að vera ofbeldisfullur.
Það ætti að vera alþjóðlegt bann á sölu stríðsleikfanga.

Tengsl við námskrá

Verkefnið felur í sér virka hlustun, færni í því að útskýra afstöðu sína og taka afstöðu annarra til greina. Það mætti nota til að taka á umdeildum fullyrðingum í hvers kyns kennslu, til dæmis sögu, hagfræði eða trúarbragðafræði.

;
Kafli 6 / Verkefni 4
Ágreiningur og lausnir
PrentaPRENTA