Markmið

Að fá nemendur til að vera meðvitaðri um atvik í hinu daglega lífi þar sem þörf er á að verja réttindi barna. Einnig hvetur verkefnið börn til þess að taka afstöðu og standa á rétti sínum og annarra.

Efni og gögn

Eintök af Tökum afstöðu!

Aðferð

1. skref

Nemendur mynda sex manna hópa. Hver hópur fær eitt af hlutverkunum þremur.

2. skref

Innan hvers sex manna hóps fá þrír hlutverk A og þrír fá hlutverk B (úr sama hlutverkaleik). Þau með hlutverk A og þau með hlutverk B lesa yfir hlutverk sín hver fyrir sig og ræða sín á milli um aðstæðurnar og hvað manneskja sem lýst er væri líkleg til að segja og gera.

3. skref

Nemendurnir velja nú einhvern úr þriggja manna hópnum til þess að leika hlutverkið sem lýst var á miðunum. Sá nemandi sem verður fyrir valinu má fá hina tvo með sér til þess að leika „aukahlutverk“ ef nauðsyn ber til.

4. skref

Hver hlutverkaleikur er settur á svið, einn í einu, fyrir bekkinn.

5. skref

Eftir að hlutverkaleikjunum er lokið ræðir bekkurinn saman um eftirfarandi spurningar:

Tilbrigði

Nemendurnir gætu skrifað sinn eigin hlutverkaleik sem hefur skírskotun til lífs þeirra. Kennara ber að hafa í huga að sumar aðstæður þar sem brot á réttindum barna koma við sögu eru of viðkvæmar til þess að vera ræddar eða leiknar í hóp (eins og til dæmis kynferðisleg misnotkun og ofbeldi).

Verkefninu fylgt eftir

Hlutverkaleikir gætu verið notaðir sem æfing við mótlæti ef nemendurnir eru að skipuleggja einhverjar aðgerðir.

Hlutverkaleikur

Tökum afstöðu! – hlutverkaleikir.
Í skjalinu er að finna hugmyndir að mismunandi hlutverkaleikjum.
;
Kafli 1 / Verkefni 5
Tengsl okkar við umheiminn
PrentaPRENTA