Markmið

Að auka skilning á neikvæðum áhrifum staðalímynda og hvernig á að bjóða þeim birginn.

Efni og gögn

Einn hlutverkaleikur (sjá neðar) fyrir hvern fjögurra manna hóp.

Ath.: Meðfylgjandi hlutverkaleikir eru einungis til ábendingar og hægt er að breyta þeim eftir högum og aðstæðum.

Aðferð

1. skref

Nemendur mynda fjögurra manna hópa og hver hópur fær sinn hlutverkaleik.

2. skref

Allir í hópnum lesa leikspjaldið og tveir þeirra bjóðast til þess að leika atriðið. Hinir tveir eru áhorfendur.

3. skref

Þegar hlutverkaleiknum er lokið ræða nemendurnir í hópnum um leikinn. Áhorfendurnir útlista hvaða nálganir þeim fannst virka best í því að bjóða ákveðnum staðalímyndum birginn.

4. skref

Hópurinn gæti því næst hafist handa við annan hlutverkaleik, nú með áhorfendurna sem leikara. Annar valkostur er að endurtaka fyrri leikinn og athuga þá hvernig nemendurnir sem áður voru áhorfendur gætu nálgast hlutverkin á annan hátt.

5. skref

Bekkurinn tekur til umræðu eftirfarandi spurningar:

Tilbrigði

1. Þeir nemendur sem leika hlutverkaleikinn skipta um hlutverk í miðjum leik.
2. Hægt væri að leika hlutverkaleikina fyrir framan bekkinn.

Verkefninu fylgt eftir

1. Bekkurinn ræðir hvaða gerðir staðalímynda eru algengar í skólanum og í samfélaginu. Nemendurnir hugsa upp mögulegar leiðir til þess að vekja aðra til umhugsunar um fordóma og staðalímyndir, t.d. með því að nota hlutverkaleikina sem grunn fyrir blaðagrein um fordóma (í skólablaðið eða dagblað) eða fyrir leikrit sem hægt er að sýna í skólanum.
2. Nemendur nota hlutverkaleikina sem grunn fyrir frjálsar ritunaræfingar.

Tengsl við námskrá

Verkefni þetta felur í sér ákvarðanatöku, greiningu og hæfileikann til þess að setja sig í spor annarra. Æfinguna má nota í leiklist, íslensku eða lífsleikni.

Hlutverkaleikir

Ýmisar hugmyndir að hlutverkaleikjum.
;
Kafli 4 / Verkefni 2
Sjálfsmynd og staðalímyndir
PrentaPRENTA