Markmið

Að gera nemendum kleift að sjá fortíð, nútíð og framtíð sem órofið ferli ásamt því að kynna fyrir þeim mismunandi framtíðarmöguleika.

Efni og gögn

A-4 blað og blýantur fyrir hvern nemanda.

Aðferð

1. skref

Nemendur vinna sjálfstætt og teikna línu sem nær yfir hálft blaðið (lárétt). Þeim er sagt að endi línunnar lengst til vinstri tákni fæðingu þeirra og endi línunnar lengst til hægri tákni nútíðina. Nemendur færa síðan inn á línuna þá viðburði sem þeir telja vera merkilegasta í sínu lífi hingað til.

Ef nauðsyn ber til getur kennarinn stungið upp á hverjir þessir atburðir gætu verið, afmæli, að byrja í skóla, fæðing systkina, að flytja í nýtt húsnæði, ferðalög, veikindi, byrjun á nýju áhugamáli, o.s.frv. Hægt væri að teikna dæmi um slíka línu á töfluna (sjá neðar).

2. skref

Frá endapunktinum sem táknar nútíðina eru nemendur beðnir að teikna tvo arma eða greinar (tímalínan mun nú líta út eins og Y á hliðinni). Hvor grein táknar mismunandi möguleika á framtíðarþróun.

Efri greinin táknar atburði sem gætu gerst í draumaframtíð nemandans. Neðri greinin táknar atburði sem nemendur halda að væru líklegir til að eiga sér stað í framtíðinni.

3. skref

Nemendurnir hittast nú tveir og tveir saman og útskýra tímalínu sína hvor fyrir öðrum. Þeir ræða um mismunandi framtíðarsýnir sínar og hvað er ólíkt milli draumaframtíðarinnar og líklegu framtíðarinnar og af hverju þessi mismunur stafi.

4. skref

Bekkurinn ræðir nú saman eftirfarandi spurningar:
Framtíðarferlar

Tilbrigði

1. Nemendur fara aftur yfir tímalínur sínar og velja einn atburð sem þeir telja mikilvægastan. Þeir ímynda sér hvernig líf þeirra hefði orðið ef þessi atburður hefði ekki átt sér stað. Þeir teikna síðan nýjar tímalínur, sem byggjast á spá þeirra fyrir framtíðina, sem sýna þá betur hvernig líf þeirra hefði breyst. 2. Einnig væri hægt að velja mikilvæga tækniframför og ímynda sér hvernig lífið yrði ef þeirrar tækni nyti ekki við. Hægt væri til dæmis að ímynda sér lífið án bíla, tölva, flugvéla eða bólusetninga.

Verkefninu fylgt eftir

Nemendur hugleiða til hvaða aðgerða þeir gætu gripið til þess að draumaframtíð þeirra verði að veruleika. Nemendur gera síðan skriflegan samning við sjálfa sig um að standa skil á a.m.k. einni slíkri aðgerð. Hægt væri að hengja samningana upp á tilkynningatöflu í skólastofunni.

Tengsl við námskrá

Verkefnið þróar færni í að sjá fyrir afleiðingar og setja atburði í samhengi við áhrif þeirra á framtíðina. Það mætti nota í samfélagsfræði eða íslensku.

;
Kafli 7 / Verkefni 1
Framtíðin; breytingar og tækifæri
PrentaPRENTA