Markmið

Að rannsaka hvernig fjarlægir staðir og það sem þar gerist hefur áhrif á okkar eigið samfélag.

Efni og gögn

Nýlegt dagblað, kort af heiminum (helst ljósrit), pappaspjald sem er stærra en kortið og límstifti fyrir hvern hóp.

Aðferð

1. skref

Nemendur skipta sér í hópa, fjórir nemendur í hverjum hóp. Nemendurnir fletta í gegnum dagblöð og klippa út greinar sem benda til þess að land eða heimshluti hafi áhrif á íslenskt samfélag. Nokkur dæmi um slíkar greinar gætu verið:

2. skref

Nemendur líma útklipptu greinarnar á pappaspjald sem heimskortið hefur verið fest á. Þeir draga síðan línur frá hverri grein til landsins sem greinin vísar til.

3. skref

Nemendur merkja greinarnar með fyrirsögnum sem benda til eðlis tengingarinnar milli samfélags þeirra og annarra hluta heimsins. Dæmi um fyrirsagnir gætu verið, Viðskipti, Menningartengsl, Fólksflutningar, Ferðamál, Umhverfið o.s.frv.

4. skref

Þegar hóparnir hafa lokið þessum skrefum geta þeir rætt eftirfarandi spurningar:

Tilbrigði

Nemendur bera saman dálkarými innlendra blaðagreina, blaðagreina sem einskorðast við erlendar fréttir og blaðagreina þar sem fjallað er bæði um erlend og innlend málefni. Er mögulegt að flokka fréttir á þennan hátt þegar dagblöð eru lesin?

Verkefninu fylgt eftir

Nemendur gætu heimsótt skrifstofur einhvers dagblaðanna og tekið viðtal við ritstjórann og spurt hvernig er ákveðið hve mikið af innlendum fréttum og hve mikið af erlendum fréttum er tekið fyrir í hverju blaði. Nemendur gætu einnig stungið upp á hvaða gerðir af heimsfréttum þeim finnst að ættu að fá frekari umfjöllun í dagblaðinu.

Tengsl við námskrá

Verkefni þetta felur í sér lesskilning, kortalestur og flokkun og hægt væri að nota það í íslensku eða landafræði.

;
Kafli 1 / Verkefni 3
Tengsl okkar við umheiminn
PrentaPRENTA