Markmið

Að nemendur geri sér grein fyrir því að mismunandi aðferðir sem hjálparstofnanir nota til að safna fjármagni gætu oft orðið til þess að viðhalda staðalímyndum fólks um þróunarlöndin.

Efni og gögn

Afrit af hinum sex Auglýsingum frá hjálparstofnunum (sjá neðar), eitt eintak fyrir hverja tvo nemendur. (Auglýsingarnar eru byggðar á efni sem notað var í raunverulegar fjáröflunarherferðir í nokkrum vestrænum löndum).

Aðferð

1. skref

Nemendur, tveir og tveir saman, lesa saman auglýsingarnar sem þeim voru látnar í té. Nemendurnir skrá síðan bæði jákvæðar og neikvæðar hliðar hverrar auglýsingar. Þeir ættu að taka sérstakt tillit til þeirra staðalímynda af fólki í þróunarlöndunum sem þeir finna í textanum.

2. skref

Bekkurinn ætti því næst að ræða þær misvísandi myndir sem auglýsingarnar gætu gefið til kynna:

3. skref

Bekkurinn kýs hvaða auglýsingar af þessum sex eru bestar og hverjar verstar, með tilliti til þess hversu árangursríkar þær eru í því að safna peningum.

4. skref

Bekkurinn kýs aftur hverjar af auglýsingunum eru bestar og hverjar verstar, nú með tilliti til þess hversu vel þær forðast neikvæða staðalímynd af fólki í þróunarlöndunum.

5. skref

Bekkurinn ræðir eftirfarandi spurningu: Ath. Þegar rætt er um auglýsingarnar er mikilvægt að nemendur skilji að hjálparstofnanirnar ætla sér alls ekki að stuðla að slíkum neikvæðum staðalímyndum. Það er frekar að stofnanirnar nota oft aðferðir sem höfða til tilfinninga fólks þegar það er hvatt til að gefa peninga. Nemendurnir ættu einnig að gera sér grein fyrir því að tilgangur þessa verkefnis er ekki að neita þeirri staðreynd að það eru til börn í þróunarlöndunum sem þurfa á hjálp að halda, heldur að sýna hvernig auglýsingar hjálparstofnana geta óafvitandi stuðlað að staðalímyndum.

Tilbrigði

Nemendur reyna að skrifa sína eigin fjáröflunarauglýsingu sem stuðlar ekki að staðalímyndum. Er hægt að búa til svoleiðis auglýsingu? Felast einhverjar mótsagnir í því að búa til auglýsingu sem hvetur fólk til að gefa fjármagn um leið og þiggjendur aðstoðarinnar halda virðingu sinni?

Að fylgja eftir

Nemendur rannsaka auglýsingar hjálparstofnana á Íslandi. Þeir gætu skrifað til stofnananna með tillögur um breytingar í auglýsingaaðferðum þeirra og um leið útskýrt hvers vegna þörf sé á slíkum breytingum.

Tengsl við námskrá

Verkefni þetta felur í sér lesskilning og gagnrýna hugsun. Það er hægt að nota sem hluta af fjölmiðlagreiningu, ritunaræfingu eða sem hluta af sögu og landafræði þróunarlanda.

Auglýsingar

Ýmis dæmi um auglýsingar hjálparstofnana.
;
Kafli 4 / Verkefni 4
Sjálfsmynd og staðalímyndir
PrentaPRENTA