Markmið

Að vekja nemendur til umhugsunar um hvers vegna störf kvenna eru vanmetin.

Efni og gögn

Merkimiðar, launataxti, pappírspeningar, blýantar.

Aðferð

1. skref

Útskýrt er fyrir nemendum að nú séu þeir allir í vinnu (hjá þér!). Merkimiðunum með starfsheitunum er því næst dreift af handahófi til nemendanna. Kennari útskýrir að hver nemandi þurfi að láta eins og hann/hún sé að vinna starf sitt þar til kennarinn segir til. Áætlaðar eru tíu mínútur í þennan hluta verkefnisins.

2. skref

Nemendur eru beðnir að raða sér í röð til þess að fá laun sín greidd. Þeim er greitt í samræmi við launaskrá. Peningarnir eru taldir upphátt svo allir geti heyrt hvað hver fær í laun.

3. skref

Ef einhver kvartar segir kennarinn nemendum að launataxtinn sé á þennan hátt. Auk þess segir kennarinn "eiginkonunum" að það sé þeirra skylda að annast um fjölskylduna.

4. skref

Bekkurinn tekur svo til umræðu eftirfarandi spurningar:

Verkefninu fylgt eftir

  • Bekkurinn er beðinn að búa til lista yfir heimilisstörf (að kaupa inn, þvo þvott o.s.frv.). Gott væri ef allir í bekknum ynnu þetta verkefni saman. Nemendur eru beðnir að gefa til kynna hver ætti að bera ábyrgð á hvaða störfum innan heimilisins. Eru einhver störf kvenlegri en önnur? Breytist þessi skipan heimilisstarfa eða ætti hún að breytast ef báðir foreldrar vinna úti?,
  • Nemendur eru spurðir hvort þeir haldi að karlar séu að breyta viðhorfi sínu til heimilisstarfa? Þekkir einhver nemandi einhvern heimavinnandi karl?
  • Ítarefni

    Benda má á kennslubókina Kynlega klippt og skorið eftir Ásdísi Olsen og Karl Ágúst Úlfsson. Í bókinni er velt upp spurningum um málefni kynjanna og litið á þau með augum unglings. Útgefandi er Námsgagnastofnun, 2001.

    Einnig má benda á myndina Sagan af Sylvíu og Darra. Hún er leikin og greinir fá ungu fólki sem er að hefja sambúð og hefur ólíkar hugmyndir um verkaskiptingu á heimilinu. Myndin hentar vel í tengslum við umfjöllun um jafnan rétt kynjanna. Útgefandi er Námsgagnastofnun, 2000.

    Launataxti, merkimiðar og peningar

    Launataxti og merkimiðar starfsmanna. Merkimaiðar innihalda dæmi um mismunandi
    störf og launtaxtinn tilgreinir launin.
    ;
    Kafli 2 / Verkefni 3
    Kynin
    PrentaPRENTA