Markmið

Að dýpka skilning nemenda á upptökum ágreinings.

Efni og gögn

Bréfmiðar.

Aðferð

1 . skref

Nemendur mynda fjögurra manna hópa og fær hver hópur stafla af auðum bréfmiðum. Hver meðlimur hópanna er beðinn að skrifa niður að minnsta kosti fimm ólík ágreiningsmál. Þetta gætu verið ágreiningsefni sem þau hafa sjálf verið aðilar að eða sem þau vita um, t.d. í skólanum, heima, í samfélaginu, í landinu eða milli landa.

2. skref

Þegar hóparnir hafa skrifað niður þessar mismunandi aðstæður lesa nemendur þær upphátt hver fyrir annan og reyna að setja saman þau mál sem virðast eiga eitthvað sameiginlegt. Nemendurnir reyna síðan að finna ákjósanleg heiti á þeim flokkum sem þeir bjuggu til fyrir mismunandi tegundir ágreinings.

3. skref

Bekkurinn kemur þar næst saman til að ræða flokkana sem voru búnir til og gefa dæmi úr hverjum þeirra.

4. skref

Orðin tilfinningar, hugmyndir og hlutir eru skrifuð á töfluna. Kennarinn útskýrir að þetta eru flokkar sem má nota til að greina og raða niður ágreiningum. Hugtökin má skýra á eftirfarandi hátt:

Ágreiningur um hluti - þegar tveir eða fleiri vilja sama hlut, takmark eða gæði og ekki er nóg til skiptanna.

Ágreiningur um tilfinningar - þegar um er að ræða þarfir fólks fyrir vináttu, ást, sjálfsvirðingu, vald, stöðu, athygli eða aðdáun. Hver manneskja hefur þessar þarfir, einnig hópar af fólki og þjóðir. Ágreiningur getur risið þegar tilfinningar af þessum toga eru særðar, þeim afneitað eða þær ekki teknar til greina.

Ágreiningur um hugmyndir - hefur að gera með skoðanir og gildi sem persóna, hópur fólks eða jafnvel þjóðir telja mikilvæg. Rót slíkra ágreiningsmála er oft af trúarlegum, menningarlegum eða pólitískum toga en getur einnig verið persónuleg.

5. skref

Hóparnir líta nú aftur á málin sem þeir skrifuðu um og flokka þau saman eftir því hvort þau snúast um hluti, tilfinningar eða hugmyndir. Sum ágreiningsefni fela í sér mismunandi þætti og virðast geta fallið inn í tvo eða jafnvel alla þrjá flokkana. Sum virðast aftur á móti ekki falla inn í neinn þeirra.

6. skref

Bekkurinn ræðir því næst verkefnið:

Tilbrigði

Nemendur kanna leiðir til þess að flokka ágreiningsmál á líkan hátt og eftirfarandi gerðir:

Verkefninu fylgt eftir

Nemendur leita að dagblaðagreinum um staðbundinn, þjóðlegan eða alþjóðlegan ágreining og flokka eftir því hvort um er að ræða hluti, tilfinningar eða hugmyndir. Eru einhver mynstur milli þessara ágreiningmála? Virðast flest alþjóðleg ágreiningsmál falla sérstaklega undir einn eða tvo af þessum flokkum? Hvað um ágreining milli fólks eða hópa?

Tengsl við námskrá

Verkefni þetta þróar færni í greiningu og sameiginlegri ákvarðanatöku. Hægt er að nota verkefnið í bókmenntatíma þá með því að greina og flokka ágreining í bókmenntum. Einnig er mögulegt að nota verkefnið í samfélagsfræði eða lífsleikni.

;
Kafli 6 / Verkefni 2
Ágreiningur og lausnir
PrentaPRENTA