Markmið

Að nemendur kynni sér hvernig tæknin hefur breyst á síðustu áratugum og hvernig hún mun halda áfram að breytast og hafa áhrif á líf þeirra.

Efni og gögn

Atvinnuauglýsingar úr dagblaði, eintök af blöðunum Störf í dag og Störf í framtíðinni? (sjá neðar).

Aðferð

1. skref

Nemendur vinna saman tveir og tveir og líta yfir atvinnuauglýsingar í dagblaði. Þeir merkja við störf sem þeir halda að hafi ekki verið til fyrir hundrað árum.

2. skref

Nemendur fylla saman út blaðið Störf í dag og skrifa þar niður starfsheitin sem þeir hafa merkt við og ástæðuna fyrir því að starfið er til í dag, en var ekki til staðar hér áður fyrr.

3. skref

Bekkurinn ræðir nú saman um ástæður þess að störf hafa breyst í gegnum tíðina. Tæknistig gæti verið stærsta ástæðan fyrir þessum breytingum. Nemendur ættu að hafa til hliðsjónar breytt félagslegt og efnahagslegt ástand og þarfir samfélagsins.

4. skref

Tveggja manna hóparnir raðast nú saman tveir og tveir og mynda fjögurra manna hópa. Saman fylla þeir út blaðið Störf í framtíðinni?

5. skref

Bekkurinn ræðir því næst saman um niðurstöðuna úr verkefninu. Varpa mætti fram spurningum sem þessum:

Tilbrigði

Nemendur rannsaka störf sem stunduð voru áður fyrr en eru ekki lengur til. Af hverju eru þessi störf úrelt?

Verkefninu fylgt eftir

1. Nemendur búa til blaðaauglýsingu fyrir starf sem gæti verið til í framtíðinni. Hvaða hæfniskröfur yrðu gerðar fyrir slíkt starf? Hvernig gætu umsækjendur öðlast þá færni sem til þarf fyrir starfið? 2. Nemendur gætu boðið fulltrúa frá fyrirtæki eða atvinnumiðlun til að tala við bekkinn um hvaða gerðir af störfum þeir teldu að yrði mest þörf fyrir á næstu tíu til fimmtán árum.

Tengsl við námskrá

Verkefni þetta útheimtir færni í lestri, mati, gagnrýninni hugsun og að sjá fyrir afleiðingar. Það gæti fallið vel inn í sögu- eða samfélagsfræðitíma.

Störf

Vinnublöð um Störf í dag og Störf í framtíðinni.
;
Kafli 7 / Verkefni 3
Framtíðin; breytingar og tækifæri
PrentaPRENTA