Markmið

Að nemendur hugsi um aðstæður fólks sem á við fötlun að stríða og að hvetja nemendur til þess að tjá tilfinningar sínar gagnvart fötlun.

Efni og gögn

Pappaspjöld, blöð og pennar.

Aðferð

Frjáls ritun eflir færni okkar í að íhuga og skrá hugsanir okkar. Slík skrif geta stuðlað að gagnlegri sjálfsskoðun þar sem útkoman getur orðið afar hreinskilin og mögnuð.

1. skref

Nemendur eru spurðir um þau málefni fötlunar sem hafa verið á dagskrá áður í skólastarfinu (hægt væri að kasta fram hugtökum eins og einhverfa, lömun, holgómur, meðfædd sykursýki, Downs-heilkenni, fötlun, lesblinda, flogaveiki o.s.frv.)

2. skref

Kennari skrifar upp lista yfir mismunandi fötlun á töfluna. Nemendur eru beðnir að taka upp blað og penna. Því næst eru þeir fengnir til að velja sér fötlun og ímynda sér hvernig líf þeirra yrði ef þau ættu við þessa fötlun að stríða; heima við, í skólanum, í samfélaginu og í frístundum.

3. skref

Verkefnið er undirbúið með því að biðja alla að vera 100% hreinskilna og að fara ekki yfir textann til að leiðrétta hann og breyta honum. Nemendur ættu einnig að nota öll fimm skilningarvitin til þess að útskýra tilfinningar sínar.

4. skref

Nemendur skrifa nú niður hugsanir sínar um leið og þær koma upp í hugann. Kennari gefur nemendum til kynna að það sem þeir skrifa verði ekki lesið upphátt nema þeir vilji það. Gott er að áætla 10 til 15 mínútur fyrir skrifin.

5. skref

Þegar nemendur hafa lokið skrifunum strika þeir undir þær sex setningar sem þeim fannst sjálfum vera bestar. Nemendur eru spurðir út í hvort þeir vilja lesa einhverjar setninganna upp fyrir bekkinn.

6. skref

Bekkurinn ræðir nú um það sem lesið hefur verið fyrir bekkinn, hvað hver setning merkir og hvaða áhrif hún hefur.

7. skref

Nemendur eru fengnir til að tengja setningarnar sínar saman í ljóð. Láta má nemendur vita að þeir geta breytt röðinni og að ljóðin þurfi ekki að ríma. Ljóðin má svo hengja upp á spjald eða lesa fyrir bekkinn.

Umræður

Þegar allir nemendur eru sestir niður tekur bekkurinn eftirfarin atriði til umræðu:

;
Kafli 1 / Verkefni 8
Tengsl okkar við umheiminn
PrentaPRENTA