Markmið

Að kynna fyrir nemendum mismunandi viðhorf til ýmissa málefna, til framtíðar og til breytinga.

Efni og gögn

Eintök af blaðinu Framtíðarsýn (sjá neðar), blöð og blýantar.

Aðferð

1. skref

Bekkurinn velur eitt alþjóðlegt málefni sem er í brennidepli og notar það sem efnivið í verkefnið. Möguleg málefni gætu verið: Kennarinn útskýrir fyrir bekknum að málefnið verði rannsakað með tilliti til fimm mismunandi framtíðarsýna. Hver þeirra sýnir hvernig málefnið getur þróast á mismunandi hátt á næstu árum og áratugum.

2. skref

Nemendur mynda fjögurra til fimm manna hópa. Hver hópur fær eintak af blaðinu Framtíðarsýn.

Hóparnir eru beðnir að hugsa um málefnið sem þeir völdu og vinna síðan saman við að skrifa þriggja mínútna útvarps-/sjónvarpsfrétt upp úr áreiðanlegum heimildum um málefnið. Nemendur styðjast við blaðið Framtíðarsýn við vinnslu fréttarinnar.

3. skref

Hópurinn útnefnir síðan einn meðlim til þess að lesa fréttina upphátt eins og um útvarps-/sjónvarpsfrétt væri að ræða.

4. skref

Bekkurinn ræðir nú eftirfarandi spurningar:
 • Hver voru viðbrögð ykkar við því að heyra allar þessar ólíku framtíðarsýnir?
 • Fannst ykkur einhverjar þessara ólíku framtíðarsýna vera ólíklegri til að verða að veruleika en aðrar? Af hverju?
 • Fannst ykkur einhverjar þessara ólíku framtíðarsýna vera líklegri til að verða að veruleika en aðrar? Af hverju?
 • Fannst ykkur einhver fréttin fá ykkur til þess að vilja grípa til aðgerða? Til hvaða aðgerða þá?
 • Tilbrigði

  1. Nota mætti sambland af alþjóðlegum og innlendum málefnum.
  2. Einfaldari útfærsla á verkefninu væri ef nemendur veldu eitt málefni og skrifuðu útvarps-/sjónvarpsfrétt sem væri annaðhvort svartsýn (legði áherslu á vandamál og hættur sem gætu fylgt málefninu) eða bjartsýn (legði áherslu á tækifæri fyrir uppbyggjandi og skapandi lausnir á málefninu).

  Nemendur gætu velt fyrir sér hvort fréttaflutningur um framtíðarmálefni sé alltént á svartsýnum eða bjartsýnum nótum. Hvaða ástæður gætu legið þar að baki? Hvaða áhrif halda nemendur að þrálátur svartsýnn fréttaflutningur hafi á hlustandann? Hvaða áhrif halda nemendur að stöðugur bjartsýnn fréttaflutningur hafi á hlustandann?

  Verkefninu fylgt eftir

  Nemendurnir hlusta á útvarps- eða sjónvarpsfréttir eða lesa dagblaðagreinar sem fjalla um framtíðina. Er fréttaflutningurinn byggður á forsendu einhverrar af framtíðarsýnunum fimm? Er ein framtíðarsýnin algengari en aðrar? Hver þá og af hverju er það svo?

  Tengsl við námskrá

  Verkefni þetta þróar færni í því að taka til greina mismunandi skoðanir, þjálfar gagnrýna hugsun, matsfærni og samanburð. Hægt væri að nota verkefnið í samfélagsfræði eða íslensku við að greina hvernig skoðanir eru tjáðar í rituðu máli.

  Framtíðarsýn

  Vinnublað.
  ;
  Kafli 7 / Verkefni 4
  Framtíðin; breytingar og tækifæri
  PrentaPRENTA