Markmið

Að fá nemendur til þess að kynna sér og meta að verðleikum þau áhrif sem ólíkir menningarheimar hafa á þeirra eigið samfélag.

Efni og gögn

Blöð, mismunandi litir pennar, tímarit, ljósmyndir og teikningar.

Tími

Aðferð

I. hluti - vinna í skólastofu

1. Nemendur mynda sex manna hópa.

2. Hópunum er sagt að þeir séu rannsakendur í könnunarleiðangri. Þeir eigi að kanna sitt nánasta umhverfi og leita að ummerkjum mismunandi menningarheima.

3. Hver hópur velur sér menningu sem á sér langa sögu og ákveðin menningargildi, eins og til dæmis kínverska, arabíska, indverska eða afríska menningu.

4. Kennari fer yfir nokkur svið og staði þar sem mögulegt er að finna ummerki mismunandi menningar:

II. hluti - heimavinna

Hóparnir eru beðnir að safna upplýsingum í næstu viku. Þeir eiga að reyna að finna eins mikið af dæmum um áhrif frá öðrum menningarheimum og þeir geta. Þeir geta litið á bækur, tímarit og sjónvarpsþætti, þeir geta safnað veggspjöldum og auglýsingum eða tekið saman dæmi um trúarbrögð og mismunandi menningararfleifð í samfélaginu.

III. hluti - vinna í skólastofu

1. Nemendur taka fram blöð og penna. Þeir eru beðnir að klippa blöðin niður í miða, einn miða fyrir hvert efni sem þeir vilja tala um. Nemendur nota mismunandi litaða penna til þess að skrifa niðurstöður sínar og hugsanir. Því næst geta hóparnir búið til veggspjöld sem miðarnir eru límdir á ásamt myndum og öðru tilheyrandi.

2. Nemendur kynna niðurstöður sínar fyrir bekknum.

Umræður

Eftir að nemendur hafa lokið kynningum sínum ætti bekkurinn að taka eftirfarandi spurningar til umræðu:

;
Kafli 3 / Verkefni 3
Trú og uppruni
PrentaPRENTA