Markmið
Að efla samkennd og skilning á skoðunum og trúarbrögðum annarra, ásamt því að virkja þá nemendur sem tala sjaldan fyrir framan bekkinn.
Efni og gögn
Sex bréf frá börnum víðsvegar um heim, blöð og pennar.
Aðferð
1. skref
Bréfin eru lesin fyrir nemendur eða með nemendum (hægt er að setja bréfin upp á glæru). Kennari ræðir við nemendur um skoðanirnar sem koma fram í bréfunum. Kom eitthvað af þessum upplýsingum á óvart? Voru þau sem rituðu bréfin, búddistar, hindúar og fleiri, eitthvað öðruvísi en nemendurnir hefðu búist við?
2. skref
Bréfunum er dreift til nemenda, eitt bréf til hvers. Þeir eiga að ímynda sér að bréfið hafi verið skrifað sérstaklega til þeirra og að manneskjan sem skrifaði bréfið sé nýr pennavinur þeirra.
3. skref
Nemendur ættu því næst að skrifa nýja „pennavininum“ bréf. Þeir reyna að svara öllum spurningum sem fram komu í bréfinu og tala um sína eigin trú. Þeir geta einnig spurt nánar út í trúarbrögð „pennavinarins.“
4. skref
Nemendur fá tíu til fimmtán mínútur til þess að skrifa bréfin.
5. skref
Nemendur eru beðnir að bjóða sig fram til þess að lesa bréf sín upphátt.
6. skref
Kennari athugar hvort einhver úr bekknum getur hjálpað til við að svara þeim spurningum sem koma fram í bréfunum sem lesin eru upphátt.
7. skref
Kennari hefur umræður innan bekkjarins með því að spyrja nemendur hvort þeir hafi lært eitthvað á því að lesa bréfin? Hversu auðvelt var að svara bréfunum? Fannst þeim þeir hafa nógan tíma eða fannst þeim þeir hafa meira að segja?
Nemendur halda áfram umræðum um málefnin sem upp komu í bréfunum.
Verkefninu fylgt eftir
- Nemendur eru fengnir til þess að líta yfir nýleg dagblöð og finna grein þar sem einhver tjáir sterklega skoðun sína á einhverju sem hann eða hún trúir á. Nemendur geta annaðhvort verið sammála eða ósammála, mest er um vert að greinin veki sterk viðbrögð óháð umfjöllunarefninu.
- Nemendur eru minntir á að eina leiðin til þess að knýja fram breytingar er að láta skoðun sína í ljós.
- Kennari reynir að koma á fót alvöru bréfaskriftum við ungt fólk sem aðhyllist mismunandi trúarbrögð, þá helst í öðrum löndum.
Bréf
Bréf frá sex börnum víðvegar um heim.