Markmið

Að nemendur skilji aðstæður sem flóttafólk neyðist til að búa við og geri sér grein fyrir því að hver sem er gæti lent í slíkum aðstæðum án þess að geta spornað við því.

Efni og gögn

Spilastokkurinn - sagan ljósrituð og klippt í 18 hluta. Spilastokkurinn - sagan í heild sinni.

Aðferð

1. skref

Nemendur eru beðnir að nefna allt sem þeim dettur í hug um flóttamenn. Kennari skrifar niður aðalatriðin á töfluna, hægt er að líta aftur á þau þegar líður á verkefnið.

2. skref

Hver nemandi fær einn hluta af sögunni. Ef það eru fleiri en 18 nemendur í bekknum geta tveir og tveir nemendur verið saman með einn hluta. Allir hlutarnir eru merktir. Nemendur er fengnir til að lesa hlutana upphátt og í réttri röð.

3. skref

Kennari dreifir nú eintökum af sögunni í heild sinni og nemendur eru beðnir að ræða eftirfarandi atriði: " Um hvern er þessi saga? " Hvenær áttu atburðirnir sér stað? " Hvar gæti sagan hafa gerst? " Hvar gætu atburðir eins og þessir átt sér stað í heiminum í dag?

4. skref

Nemendur ræða þau vandamál sem strákurinn í sögunni þurfti að glíma við. Kennari spyr þá hvað þeir hefðu gert í sömu sporum.

5.skref

Nemendur eru spurðir hvað þeim fannst um verkefnið. " Höfðu nemendur annað viðhorf til sögunnar þegar þeir lásu aðeins einn hluta en þegar þeir lásu söguna í heild sinni? " Gátu nemendur samsamað sig atburðunum í sögunni? Hvernig? " Hvað finnst nemendum um flóttafólk? " Nemendur eru beðnir að koma með dæmi um mismunun í sögunni.

Verkefninu fylgt eftir

1. Nemendur geta haft samband við samtök eða ráðuneyti sem vinna að málefnum flóttafólks á Íslandi og athugað hvað hægt er að gera til að styðja við bakið á flóttafólkinu. Hægt væri að koma af stað söfnun á leikföngum eða fötum, en ágætt er að ganga fyrst úr skugga um hvers fólkið þarfnast.

2. Nemendur fengnir til að gera rannsóknarverkefni um frægt flóttafólk. Nemendur eru beðnir að finna út hvaðan flóttamaðurinn kom upprunalega, hvaða ástæður hann eða hún hafði til að yfirgefa landið og hvað hann eða hún afrekaði í lífinu. Nemendur eru beðnir að finna manneskju sem kemur á óvart að sé eða hafi verið flóttamaður. Hægt er að sýna verkefnin á plakötum í stofunni.

Dæmi um þekkt flóttafólk:

Hans heilagleiki Dalai Lama flúði frá Tíbet.
Albert Einstein flúði frá Þýskalandi.
Sigmund Freud sálfræðingur flúði frá Austurríki.
Isabel Allende rithöfundur flúði frá Chile.

Spilastokkurinn

Spilastokkurinn er saga sem dreift er til nemenda í átján hlutum. Hver nemendi fær
einn hluta sögunnar.
;
Kafli 3 / Verkefni 1
Trú og uppruni
PrentaPRENTA