Markmið

Að hjálpa nemendum að skilja að til eru ólíkar hugmyndir um réttlæti. Einnig að kynna tengslin milli réttinda og skyldna með tilliti til tveggja tiltekinna málefna: málfrelsis og barnaþrælkunar.

Efni og gögn

Eintök af Skoðun A og Skoðun B (sjá neðar) fyrir hvort réttindamál, auð blöð og blýantar.

Aðferð

1. skref

Kennarinn velur annaðhvort málfrelsi eða barnaþrælkun sem réttindamálefni til að einbeita sér að.

2. skref

Nemendur skipta sér niður í 4-6 manna hópa. Innan þessara hópa fá 2-3 meðlimir Skoðun A blað. Þeir koma saman til þess að undirbúa eins mikið af rökum og þeir geta fundið til þess að styðja fullyrðinguna á blaðinu.

Hinir 2-3 meðlimirnir fá Skoðun B blað. Þeir koma einnig saman til að undirbúa stöðu sína sem meðmælendur fyrir fullyrðingunni sem þeir fengu.

3. skref

Þegar hóparnir hafa undirbúið sig koma nemendur aftur saman í upprunalega hópinn. Hópur A fær 5-10 mínútur til þess að kynna mál sitt fyrir hópi B sem ætti að hlusta vel og taka niður glósur. Hópur B fær síðan tækifæri til að kynna mál sitt meðan hópur A hlustar. Hægt er að leyfa spurningar í 5-10 mínútur eftir kynningarnar.

4. skref

Kennarinn tilkynnir að hópar A og B muni nú skipta um hlutverk (ekki ætti að tilkynna nemendum þetta í upphafi verkefnisins). Hópunum eru gefnar nokkrar mínútur til þess að endurhugsa rök sín.

5. skref

Nú kynnir hópur A það sem var áður mál hóps B og hópur B fylgir á eftir með það sem var áður efni hóps A.

6. skref

Þegar báðir hópar hafa lokið kynningum sínum vinna þeir saman við að skrifa samhljóða álitsgrein um málefnið sem um var rætt.

7. skref

Álitsgreinarnar eru þá lesnar upphátt yfir bekkinn og málin rædd. Spurningar í umræðunni gætu verið á þessa leið:

Tilbrigði

Snið þessa verkefnis mætti nota til þess að kynna önnur réttindamálefni sem fela í sér skoðanamyndun af andstæðum meiði.

Að fylgja eftir

Nemendur safna saman fréttum úr dagblöðum, útvarpi eða sjónvarpi, sem lýsa ástandi þar sem skoðanaágreiningur kemur fram.

Tengsl við námskrá

Verkefni þetta felur í sér færni í að undirbúa og fara með kynningar, hlustun, þjálfun í gagnrýninni hugsun, að standa í sporum annarra, samningaviðræðum og að fá samþykki annarra aðila. Verkefnið gæti verið notað í íslensku- eða samfélagsfræðitíma.

Málfrelsi

Dæmi um mismunandi skoðanir á málfrelsi.
;
Kafli 5 / Verkefni 3
Réttlætiskennd og sanngirni
PrentaPRENTA