Markmið

Að vekja athygli nemenda á staðalímyndum kynja í texta og bókum.

Efni og gögn

Bókargreiningarblað fyrir hverja tvo nemendur (sjá neðst) og safn skáldsagna sem hæfa aldurshópi nemendanna.

Aðferð

1. skref

Nemendur velja skáldsögu tveir og tveir saman, annaðhvort að heiman eða af bókasafninu. Þeir lesa bókina saman og fylla um leið út Bókargreiningarblaðið.

2. skref

Nemendur kynna niðurstöður sínar fyrir bekknum. Mælanlegar niðurstöður er hægt að taka saman í súlurit.

3. skref

Bekkurinn tekur til umræðu eftirfarandi atriði:

Tilbrigði

Bókargreiningunni má breyta í þeim tilgangi að rannsaka staðalímyndir annarra hópa. Sem dæmi væri hægt að greina staðalímyndir:

Verkefninu fylgt eftir

1. Nemendur endurskrifa hluta af sögunum á óhlutdrægan hátt. Nemendur geta einnig útbúið safn nýrra sagna með óhefðbundnum sögupersónum.

2. Nemendur gætu, með leyfi frá bókasafnsfræðingi skólans, stungið stuttri samantekt á greiningu sinni inn í bækurnar. Aðrir nemendur sem fá bókina að láni síðar gætu lesið samantektina og verið þannig meðvitaðir um hvernig hlutverk persóna bókarinnar eru sýnd, hvort sem er í jákvæðu eða neikvæðu ljósi.

3. Nemendur skrifa til rithöfunda eða bókaútgefanda, hvort sem er til að tjá velþóknun sína á bókum sem forðast hlutdræg kynjahlutverk eða til að benda á leiðir til að kynna betur jákvæðari ímyndir kynjanna í framtíðarútgáfum.

Tengsl við námskrá

Verkefnið útheimtir eftirtektarsemi, ritun, lesskilning og greiningarhæfileika. Verkefnið á vel við íslenskukennslu eða tíma í fjölmiðlagreiningu.

Bókargreiningarblað

Blað sem nemendur fylla út um leið og þeir lesa skáldsögu.
;
Kafli 2 / Verkefni 2
Kynin
PrentaPRENTA